Komið er inn í forstofu, flísar á gólfi og rúmgóðir fataskápar. Til hægri er gengið inn í þvottahús ásamt geymslu þar inn af, flísar á gólfi, opnanlegur gluggi í þvottahúsi og góð vinnuaðstaða, gott geymslupláss ásamt hillusamstæðum í geymslu. Gengið er inn á alrými íbúðar frá forstofu sem er opið og bjart með fallegu harðparketi á gólfi frá Álfaborg.
Eldhús og borðstofa Stór og falleg eldhúsinnrétting frá Parka með eyju og eyjuháf, gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingu. Mikið og gott geymslupláss er í innréttingu. Borðstofa við hlið eyju þar sem gengið er út á stórar svalir sem snúa í suðurátt.
Stofa er við hlið borðstofu og eldhúss. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi, parket á gólfi. Búið er að breyta fataherbergi í baðherbergi með baðkari og innréttingu, flísar á gólfi frá Vídd. Gólfhiti er í baðherbergisgólfi.
Sjónvarpshol er hjá barnaherbergjum. Möguleiki er á að bæta við auka svefnherbergi í þessu rými. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergi eru tvö og eru rúmgóð með góðum fataskápum. Harðparket á gófli
Baðherbergi er við hlið barnaherbergja með sturtu og innréttingu, flísar á gólfi frá Vídd.
Bílskúr rúmgóður 30,2 m2 bílskúr með góðri lofthæð. Fyrir framan bílskúr er hellulagt einkabílastæði með snjóbræðslu.
Virkilega falleg og björt íbúð með mikilli lofthæð í eldhúsi og stofu með fallegum innréttingum og gólfefni og stórum svölum sem snúa í suðurátt. Eign sem er vert að skoða ! Helgafellshverfið í Mosfellsbæ er nýtt og spennandi hverfi við Álafosskvosina þar sem stutt er í nýjan leik og grunnskóla ásamt frábæru útivistarsvæði.
Allar nánari upplýsingar gefur
Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is
Skoða allar myndir