Domus fasteignasala og Ársæll lgfs. 896-6076 kynna í einkasölu vel skipulagða 81,4 fm 3 herbergja íbúð á 2 hæð merkt 0202 að Hvanneyrarbraut 58 á Siglufirði. Samkvæmt birtum fm frá Þjóðskrá er íbúðin 72,2 fm og geymsla í kjallara merkt 0104 13,9 fm samtals 81,4 fm. Húsið er klætt að utan með bárujárni og í ágætu ástandi að utan.
Stigi í sameign er mð Terrazzo áferð og í risi er sameiginlegt þvottahús og geymslurými. Geymslur eru í kjallara og er útgengt í garð á bakhlíð. Búið er að taka inn ljósleiðara í húsið en ekki inn í íbúðina. Möguleiki er á að stækka baðherbergi með því að opnn inn í búrskapinn og loka honum úr eldhúsi.
Húsið stendur við sjóinn og er fallegt útsýni úr eldhúsi og hjónaherbergi yfir fjörðinn. Úr stofu og svefnherbergi er útsýni til fjalla og Hvanneyrarskálarinnar.
Lýsing:
Hol/gangur með pl.parketi á gólfi og fatahengi.
Stofa með pl.parketi á gólfi. móða er í gleri í tveimur af litlu gluggunum.
Eldhús er með dúk á gólfi og viðarlitaðri innréttingu ásamt innfelldum skáp og skúffum. Búrgeymsla er innaf eldhúsinu.
Hjónaherbergi er með dúk á gólf og skápum. Móða í gleri í nokkrum gluggum.
Svefnherbergi er með dúk á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og sturtuklefa. Ljós innrétting með handlaug. Stoppkrani fyrir kalda vatnið þarfnast endurnýjunar. Tengi er fyrir þvottavél.
Geymsla í kjallara er 13,9 fm og með glugga.
Eignin þarfnast viðhalds og er hér gott tækifæri fyrir laghentan aðila.
Góð staðsetning á Siglufirði og miðbærinn í göngufæri.
Seljandi hefur ekki búið í eigninni í nokkur ár og er háöldruð kona og ekki meðvituð um ástand eignarinnar. Eignin er seld í því ástandi sem hún er og eru væntanlegir kaupendur beðnir um að skoða eignina gaumgæfilega.
Allar nánari upplýsingar veita Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 og á netfanginu as@domus.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi – 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5 – 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900.-
Skoða allar myndir