Miklaborg kynnir til sölu afar vandaða 3ja herbergja íbúð með vestursvölum á einstökum útsýnisstað í „STUÐLABORG“ við Hallgerðargötu 3 við Kirkjusand í Reykjavík, steinsnar frá miðborg Reykjavíkur og í mikilli nálægð við Laugardalinn. Íbúðin er 91,7 fm þar af geymsla í kjallara 10,3 fm. Tvö stór svefnherbergi eru í íbúðinni.Bókið skoðun: Þórunn Pálsdóttir s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is og Jason Kristinn Ólafsson s. 775 1515 – jassi@miklaborg.isUm er að ræða 91,7 fermetra (þar af 10,3 fm geymsla) 3ja herbergja íbúð á 4. hæð með vestur svölum sem skiptist í: Anddyri, baðherbergi m/tengi f. þvottavél, eldhús, stofu, barnaherbergi og hjónaherbergi. Komið er inní anddyri, baðherbergi með sturtu. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Svefnherbergi með fataskáp. Eldhús er opið að hálfu inní stofu. Stofan með útgengi út á svalir sem snúa til norðvesturs. Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp. Íbúðin er númer 404 og skilast fullbúin án megin gólfefna.
Stærðir íbúða eru frá 58-254 fm Fjölbreytileiki ræður ríkjum í íbúðabyggingum í hverfinu, hvort sem er litið er til skipulags, útlits, herbergjafjölda eða stærða íbúða, sem þar verða í boði. Stórkostlegt útsýni er til norðvesturs yfir sundin blá, en einnig til suðausturs yfir græna og gróna byggð og útivistarsvæði Laugardalsins.
Stuðlaborg er 77 íbúða bygging í 5 stigagöngum og verður eitt vandaðasta íbúðarhúsið í hverfinu. Innréttingar og tæki af viðurkenndum og vönduðum gerðum. Borðplötur innréttinga verða úr kvartsteini. Gólfhitakerfi verður í öllum íbúðum og njóta gólfsíðir gluggar byggingarinnar sín þannig eins og best verður á kosið. Öll rými verða að fullu loftræst inn og út og þarf því ekki að opna glugga til að fá ferskt loft inn í íbúðarrými. Loftræstingin tryggir betri loftgæði og er góð vörn gegn raka og ryki. Hljóðvist í húsinu er í hávegum höfð hvort sem um er að ræða hljóð utan eða á milli íbúða hússins. Uppbygging útveggja og þaks sem og hljóðeinangrun glugga er eins og best verður á kosið að teknu tilliti til hljóðvistar.
Alls verða bílastæði fyrir rúmlega 600 bifreiðar í sameiginlegri bílageymslu undir svæðinu, þar sem auðvelt aðgengi verður að rafhleðslustöðvum.
Í göngufæri við útivistarperluna í Laugardal og stutt í miðbæ Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir:
Jason Kristinn Ólafsson s. 775 1515 – jassi@miklaborg.is
Þórunn Pálsdóttir s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Páll Þórólfsson s: 893 8829 – pall@miklaborg.is
Ásgrímur Ásmundsson, s 865-4120 – asi@miklaborg.is
Skoða allar myndir