Fasteignaland kynnir:
Indriðastaðir, Skorradalshreppi. Hitaveita, heitur pottir. Lokað svæði með rafmagnshliði (símahlið).
Fasteignaland kynnir: Sumarhús við Indriðastaði í Skorradal. Um er að ræða sumarhús á 3.276 fm eignarlóð á skipulögðu sumarhúsasvæði úr jörðinni Indriðastaðir í Skorradal. Húsið er skráð 55,1 fm ásamt óskráðu millilofti og var árið byggt 2005.
Húsið skiptist. Forstofa með flísum á gólfi og góðu skápaplássi. Tvö svefnherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með dúk á gólfi, sturtuklefa, útgengi út á suður sólpall. Stofan er með parketi á gólfi með mikilli lofthæð, útgengi út á sólpall. Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu og hellurborði með fjórum hellum..
Milliloft: Gott milliloft með opnanlegu fagi.
Hitaveita er í húsinu og lokað ofnakerfi. Góður sólpallur er við húsið. Lóðin er skemmtileg, kjarri og skógi vaxin.
Stór sólpallpur með girðingu og skjólgriðingu. Heitur pottur.
Góð aðkoma og næg bílastæði.
Nánasta umhverfi býður upp á mikla fjölbreytni og útivist. Akstur til Borgarness er ca. 12 km þar sem alla þjónustu er að finna.
Ársgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæði er ca. kr. 10.000 á ári.
Lokað svæði með rafmagnshliði (Símahlið).
ATH. Húsið er á byggingarstigi 4 og matstigi 8 og er selt á því byggingarstigi. Rotþróin er staðsett á lóð nr. 54 og þarf nýr eigandi að setja niður nýja rotþró. Merkja má gólfhalla i húsinu.
Upplýsingar gefa:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali, s. 899 0720, netfang: hrannar@fasteignaland.is
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali, s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Hilmar Jónasson, löggiltur fasteignasali, s. 695-9500, netfang: hilmar@fasteignaland.is