Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Berufjörður-Melshorn landnúmer 159096 í Djúpavogshreppi.
Húsakostur jarðarinnar er ágætt íbúðar hús og eldri útihús. Landstærð talin vera 31,3 hektarar.(Fjólubláa línan.) Fróðleikur um Berufjarðará sem fellur til sjávar í botni Berufjarðar en er ekki hluti af Melshorni. Upptök hennar eru á fjalllendinu við Öxi. Ekki er hún almennt vatnsmikil og getur orðið svo til þurr á köflum ef úrkomur bregðast . Getur það háð henni sem veiðiá. Áin er fremur dæmigerð bleikjuá og hefur ekki stórt vatnasvið á bak við sig. Bleikjan gerir minnstar kröfur af laxfiskum til umhverfisins og getur því nýtt sér mjög mismunandi búsvæði. Eins og víðast á Austfjörðum gengur bleikja í Berufjarðarána um mitt sumar. Meiri hlutinn smábleikjur en vænni fiskar inn á milli. Ekki er formlegt veiðifélag um Berufjarðará og hefur aðgangur að ánni verið fremur frjálslegur og lítið skipulagður og því ekki aðgengilegar neinar tölulegar upplýsingar um veiði eða ásókn í veiði í ánni. Það liggur þó fyrir að Berufjarðará hefur aðallega nýst eigendum sínum og gestum sem ágæt afþreying en telst ekki mikil veiðiá.
Tilvísunarnúmer 10-2415 / 30-3175
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000
Sjá einnig: fasteignamidstodin.is / fasteignir.is /mbl.is/fasteignir/ fasteignamidstodin@fasteignamidstodin.is
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali gsm 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is
Sjöfn Ólafsdóttir lögg. fasteignasali sími 550 3000 sjofn@fasteignamidstodin.is