Nánari lýsing:
Inngangur er sameiginlegur en Holtsvegur 33 er 5 hæða lyftuhús með 9 íbúðum. Eignin er á þriðju hæð, skráð 162,9 fm, þar af er íbúðin sjálf 152,4 fm og geymsla 10,5 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottaherbergi og tvennar svalir. Hægt væri að útbúa fjórða svefnherbergið þar sem nú er opið hol. Eigninni fylgir sérgeymsla (10,5 fm) og stæði í upphitaðri bílageymslu.
Anddyri er með fataskáp og parketi á gólfi. Útgengt er á svalir í norðvestur frá anddyri.
Hol er með stórum glugga og parketi á gólfi. Hægt væri að útbúa fjórða svefnherbergið með því að setja léttan vegg og hurð.
Stofur eru samliggjandi, borðstofa og stofa, rúmgóðar og bjartar með stórum gluggum og parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á stórar 14 fm svalir í suðaustur.
Eldhús er opið inn í stofu með ljósri eikarinnréttingu og hvítum efri skápum, tengi fyrir uppþvottavél og parketi á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmlega 15 fm með stórum fataskáp, parket á gólfi.
Barnaherbergi eru tvö talsins með fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, hvítri vaskinnréttingu, upphengdu salerni, sturtu með glerskilrúmi og glugga með opnanlegu fagi.
Gestasnyrting er við anddyri með flísum á gólfi og veggjum, hvítri vaskinnréttingu og upphengdu salerni.
Þvottaherbergi er staðsett innan íbúðar með skolvaski, snúrum og plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er 10,5 og staðsett í kjallara.
Stæði í upphitaðri og lokaðri bílageymslu fylgir.
Urriðaholtshverfi í Garðabæ er vel staðsett og í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Hverfið er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun, sjá nánar www.urridaholt.is
Allar upplýsingar um eignina veitir:
Ásgrímur Ásmundsson hdl. og löggiltur fasteignasali í s. 865-4120 eða asi@miklaborg.is