Samanburður á eignum

Þrastargata, Reykjavík

Þrastargata 1, 107 Reykjavík
76.000.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 05.12.2020 kl 13.47

 • EV Númer: 4836226
 • Verð: 76.000.000 kr
 • Stærð: 106.3 m²
 • Svefnherbergi 2
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Einbýlishús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir: Sérlega fallega endurbyggt tréhús á steyptum kjallara á hornlóð á Grímsstaðaholtinu í vesturbæ Reykjavíkur. Frábær staðsetning. Húsið er kjalari, hæð og ris, samtals 114.3 fm. Eldhús, borðstofa og stofa á miðhæð. Möguleiki á 2 svefnherbergjum. 2 snyrtingar. Gluggar og stigar eru sérsmíðaðir og afgirtur pallur við hús er klæddur harðvið. Allar lagnir nýjar. SJón er sögu ríkari. Pantið skoðun hjá Friðrik Þ. Stefánsson lögm. í s. 616 1313

NÁNARI LÝSING:  Húsið sem er timburhús samtals 114.5 fm., var flutt á núverandi stað og allt  endurbyggt árið 2015 en  upprunalegt burðarvirki var látið halda sér og eru burðarbitar vel sýnilegir sem gefur húsinu fallegt yfirbragð að innan. Kjallari og stigahús eru steinsteypt.  Komið er inn í forstofu með góðum fataskápum og  gestasnyrtingu. Gengið niður í 45.5 fm. kjallara um viðarklæddan steyptan  stiga. Þar er stórt hjónaherbergi með stórum skápum. Stórt flísalagt baðherbergi með sturtu og  fallegum ljósaspegli. Gengið úr baðherbergi niður í  8 fm. geymslu. Þar er varmaskiptir fyrir neysluvatn og stýringar fyrir gólfhitakerfi  kjallara og miðhæðar. Á hæðinni er einnig þvottahús.

Úr forstofu er gengið upp nokkur þrep í 42.5 fm. alrými á miðhæð með stofu, borðstofu og eldhúsi með innréttingum frá Alno. Ljós steinn á borðum. Úr stofu er gengið út á pall sem liggur niður á skjólsælan afgirtann sólpall klæddan harðviði. Góð útigeymsla er undir stigapalli.  

Gengið áfram úr stofu upp í 29.5 fm. ris. Á stigapalli er  skrifstofu- og vinnuaðstaða.  Auðveldlega má breyta rými í risi í stórt svefnherbergi og setustofu / sjónvarpsrými

Gófefni: Flísar á votrýmum og forstofu  en eikarparket  á hæð og risi. Stigar eru sérsmíðaðir úr gegnheilli lakkaðri eik með hvítum handriði

Endurbygging hússins, sem var upprunalega byggt 1905. er einstaklega vel heppnuð.   Það er samtals 114.3 fm.  og stendur á 125 fm. lóð.  Gólfhiti er í kjallara og á miðhæð. Sérsmíðaðir gluggar og stigar.  Kjallari og viðbyggingin sem hýsir stigahús  er steypt.  Lofthæð í risi ca. 230 cm. Mjög fallegur  frágangur við húsið. Hleðslur og stétt með hita framan við hús. Afgirtur skjólsæll pallur klæddur brasilískum harðvið umlykur húsið á þrjá vegu.

Allar nánari upplýsingar gefur Friðrik Þ. Stefánsson hdl. í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is eða Ólafur Finnbogason lögg.fasts. í s. 822 2307 eða olafur@miklaborg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 76.000.000kr
 • Fasteignamat 50.000.000kr
 • Brunabótamat 40.000.000kr
 • Tegund Einbýlishús
 • Stærð 106.3m2
 • Herbergi 4
 • Svefnherbergi 2
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 5. desember 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Þrastargata
 • Bær/Borg 107 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 107
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Friðrik Þ Stefánsson
Friðrik Þ Stefánsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar