Nánari lýsing:
Komið er inn á flísalagða forstofu. Til hliðar er rúmgott svefnherbergi sem er með fataskáp og er herbergið með stórum glugga sem snýr út garðinn. Stofa er stór og björt og er opin við eldhús sem er með eldunareyju. Falleg lýsing er í loftum. Úr stofu er útgengt á rúmgóðar svalir sem snúa í suð-vestur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með nýlegri innréttingu og sturtubaðkari. Upphengt salerni og handklæðaofn. Til hliðar er sér þvottahús með vask og tengingu fyrir þvottavél. Rúmgóð geymsla fylgir íbúðinni sem er með mikilli lofthæð. Einnig tilheyrir íbúðinni sér vagna- og hjólageymsla. Gólfefni í íbúðinni eru parket og flísar. Íbúðinni tilheyrir sérmerkt bílastæði sem er í bílakjallara undir húsinu.
Mjög falleg íbúð í nýlegu húsi á vinsælum stað. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu – göngufæri við miðborgina.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Skoða allar myndir