Borg fasteignasala kynnir til sölu 215,3 fermetra iðnaðar og þjónustubil við Gylfaflöt í Reykjavík. Innkeyrsluhurð 4,5 m á hæð og 4 m breið er á jarðhæð og aðkoma góð.
Jarðhæð er um 157,2 fm á jarðhæð, steypt milligólf er í enda hvers bils sem er um 58,1 m2 sem hentar mjög vel undir skrifstofur eða starfsmannaaðstöðu. Út af skrifstofu/starfsmannaðastöðu eru svalir sem hægt er að ganga út á. Lofthæð er um 8 metrar í sal og um 3,5 metrar upp á milligólfi.
Húsið er einangrað og klætt að utan með viðhaldfrírri ljósgrárri sléttri álklæðningu.
Húsið skilast með fullfrágengini lóð án gróðurs með steyptu bílaplani fyrir framan innkeyrsluhurðir og með snjóbræðslu. Lóð er að örðu leiti malbikuð. Stoðveggir verða komnir. Útilýsing er fyrir framan hvert innkeyrslubil. Gólf eru vélslípuð á efrihæð og þurslípað á neðri hæð. Milliveggir milli eignahluta verða komnir en aðrir veggi ekki komnir eða uppsettir. Sér hiti er í hverju bili og verða bæði neysluvatn- og hitalagnir tengdar við sér mæli hvers eignarhluta.
Um er að ræða staðsteypt hús á frábærum stað, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í stofnbrautir. Mikill uppbygging framundan í aðliggjandi svæðum. Lóðin sem húsið stendur á er 3.541m2.
Nánari upplýsingar um eignina og skilalýsingu veitir:
Brandur Gunnarsson löggiltur fasteignasali-löggiltur leigumiðlari í síma 897-1401 brandur@fastborg.is
hjá BORG fasteignasölu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati. 1,6% á lögaðila og 0,4% við fyrstu kaup.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – almennt fast gjald um 50 -70.000kr. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði