Gengið er inn í sameignlegan stigagang. íbúðin er á annarri hæð. Á forstofugangi er barnaherbergi þar sem áður var eldhús. Við hlið barnaherbergis er baðherbergi. Rúmgott hjónaherbergi er við hlið baðherbergis. Eldhús og stofa í tveimur rýmum og hægt er að loka stofu af frá eldhúsi.
Svefnherbergin eru tvö. Rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi. Parket á gólfum.
Baðherbergi með baðinnréttingu, sturtu og wc.
Eldhús er með góðri eldhúsinnréttingu þar sem gert er ráð fyrir uppþvottavél. Borðplatan er steypt í innréttingu. Parket á gólfi.
Rúmgóð stofa er við hlið eldhúss. Parket á gólfi.
í kjallara er sameiginlegt þvottahús ásamt sérgeymslu íbúðar sem er skv. Þjóðskrá Íslands 7,3 m2. Gengið er út í bakgarð frá kjallara.
Skemmtileg íbúð í góðu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu ásamt leik og grunnskóla.
Allar nánari upplýsingar gefur Friðjón Örn Magnússon löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is
Skoða allar myndir