Nánari lýsing.
Á miðhæð er eldhúsið með góðu vinnuplássi og góðum borðkrók. Tengi fyrir uppþvottavél. Gluggar á tvo vegu. Stofan er björt og rúmgóð og borðstofan sömuleiðis. Góðir gluggar.
Á eftri hæð er hol, tvö stór svefnherbergi, lítið fataherbergi og baðherbergi.
Lítið þvottaherbergi er stúkað af í kjallaranum en búið er að loka á milli kjallara og hæðarinnar.
Í kjallara er aukaíbúð með sérinngangi, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi með sturtu auk rýmis (ekki full lofthæð) þar sem búið er að koma upp eldhúsaðstöðu og baðherbergi.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þórólfsson löggiltur fasteignasali í síma 893-9929 eða pall@miklaborg.is
Skoða allar myndir