Samanburður á eignum

Hraungata, Garðabæ

Hraungata 18, 210 Garðabæ
169.000.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 23.11.2020 kl 11.09

 • EV Númer: 4897843
 • Verð: 169.000.000 kr
 • Stærð: 343.2 m²
 • Svefnherbergi 6
 • Baðherbergi: 3
 • Bílskúr: 2
 • Byggingarár: 2018
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á þremur hæðum
 • Tegund: Opið hús, Til sölu

OPIÐ HÚS 25. nóvember 2020 kl 18:00 til 18:30

Vinsamlegast bókið ykkur á opna húsið ragnar@gardatorg.is eða 899-5901 Ragnar

Garðatorg eignamiðlun kynnir: Eign í sérflokki við Hraungötu í Urriðaholti, Garðabæ.
Húsið er 343,2 m2 með rúmgóðum bílskúr og stendur á góðri lóð með óhindruðu útsýni. Húsið einkennist af góðu skipulagi og flottri hönnun en öll innanhúshönnun er eftir Rut Káradóttur arkitekt. Möguleiki er að hafa tvær íbúðir í húsinu. 
Nánari upplýsingar veitir Ragnar G, löggildur fasteignasali í gsm: 899-5901 eða ragnar@gardatorg.is

Lýsing eignar: 
Vel staðsett 343,2 fermetra einbýlishús á góðum stað í Urriðaholtinu í Garðabæ.

Aðalhæð:
Rúmgóð stofa og borðstofa með arni og frábæru útsýni. Stórt eldhús, rúmgott anddyri, gestasalerni og fataherbergi.
Svalir til suðvesturs úr borðstofu og svalir til norður úr eldhúsi
Rúmgóður bílskúr innangengur úr anddyri.
Almennt er lofthæð 2,8m nema í borðstofu þar sem loft er hallandi frá 5m upp í 8m.

Efsta hæð:
Hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi. Stór efri stofa með einstöku útsýni.
Lofthæð á efstu hæð er hallandi frá 2,8m upp í 5m.
Stórar svalir til suðurs ofan á bílskúr.

Jarðhæð:
Þrjú stór og björt herbergi með stórum gluggum, stórt baðherbergi með sturtu og vatnsgufubaði. Þvottahús er stórt og bjart. Útgengt er úr þvottahúsi út í garð að heitum potti. Lofthæð í baðherbergi og þvottahúsi er 2,5m, önnur rými 2,8m.

2ja herbergja íbúð með sér inngangi:
Bjart svefnherbergi með stórum gluggum, baðherbergi með sturtu og þvottavél og þurrkara. Bjart alrými með eldhúsi, borðkrók og sjónvarpsaðstöðu.
Auðvelt er að stúka íbúð frá húsinu með því að loka hurðagati í vegg.
Lofthæð í auka íbúð er 2,8m.

Aðrar upplýsingar er varða eignina:
Raflagnir
Í húsinu er KNX / DALI ljósastýrikerfi. Í herbergjum er innfelld LED lýsing. Hægt er að stýra öllum ljósum í gegnum farsíma. Lagt er fyrir öryggiskerfi.
Loftræsting
Lagt er fyrir miðlægu loftræstikerfi með varmaendurnýjun. Inn- og útblástur er á öllum hæðum til að tryggja góð loftskipti.
Hitun
Húsið er almennt hitað með ofnum að undanskildum blautrýmum sem eru hituð með handklæðaofnum og gólfhita. Ofnar eru polýhúðaðir í sama dökka lit og álgluggar.
Almennt
Steypt loft eru yfirborðsmeðhöndluð sjónsteypa. Niðurtekið loft er á baðherbergi og þvottahúsi á jarðhæð með Viroc sjónsteypuplötum. Loftaklæðning á 2. hæð er strekktur svartur dúkur. Hurðakarmar eru innfelldir úr áli með huldum lömum. Gegnheilt parket er í stofum, holi og herbergjum. Stórar ítalskar flísar eru í votrýmum og forstofu.
Utanhúsklæðning
Húsið er klætt að utan með dökkri smábáru í sama lit og gluggar, þakkantur og þak. Við inngang er klætt með Viroc sjónsteypuplötum
Það sem er eftir: 
Yfirborðsfrágangur lóðar. Loftaklæðning borðstofu og hjónasvítu. Flísalögn á veggi í gufubaði og að hluta á veggi í baðherbergi hjónasvítu á 2.hæð. Endanleg borðplata eldhúsi og skápahurðar. Frágangur á þaki gerir ráð fyrir reykröri frá arni, eftir er að setja reykrörið.

Margskonar upplýsingar má fá um hverfið á urridaholt.is, m.a. er varða skólamál og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar G. Þórðarson lögg. fasteignasali sími: 899-5901 eða ragnar@gardatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 169.000.000kr
 • Fasteignamat 87.800.000kr
 • Brunabótamat 0kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús á þremur hæðum
 • Bygginarár 2018
 • Stærð 343.2m2
 • Herbergi 9
 • Svefnherbergi 6
 • Stofur 3
 • Baðherbergi 3
 • Eldhús 2
 • Bílskúr 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Nyjar
 • Hæðir í húsi 3
 • Skráð á vef: 23. nóvember 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

38 m² 2018

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Hraungata
 • Bær/Borg 210 Garðabæ
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 210
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Ragnar G Þórðarson
Ragnar G Þórðarson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Haukanes, Garðabæ

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 4m²: 516.9

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Guðmundur Th. Jónsson

4 dagar síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 6 Baðherb.: 4m²: 516.9

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

4 dagar síðan

Til sölu
Til sölu

Melhæð, Garðabæ

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 467

Einbýlishús

Jason Kristinn Ólafsson

2 mánuðir síðan

TILBOÐ ÓSKAST

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 467

Einbýlishús

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Víkurgata, Garðabæ

124.900.000 kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 292

Einbýlishús

Atli S Sigvarðsson

2 mánuðir síðan

124.900.000 kr

Herbergi: 5 Baðherb.: 3m²: 292

Einbýlishús

2 mánuðir síðan

Til sölu
Til sölu

Faxatún, Garðabæ

62.500.000 kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 181.5

Einbýlishús

Svan G Guðlaugsson

2 ár síðan

62.500.000 kr

Herbergi: 3 Barðh.: 1m²: 181.5

Einbýlishús

2 ár síðan

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Eskiholt, Garðabæ

128.500.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 380

Einbýlishús

128.500.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 380

Einbýlishús

Opið húsTil sölu
Opið húsTil sölu

Eskiholt, Garðabæ

128.500.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 380

Einbýlishús

128.500.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 380

Einbýlishús

Til söluLaus straxVið mælum með
Til söluLaus straxVið mælum með

Garðabær, Garðabæ

175.000.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 4m²: 363.2

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

Runólfur Gunnlaugsson

3 vikur síðan

175.000.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 4m²: 363.2

Einbýlishús, Einbýlishús á einni hæð

3 vikur síðan