Húsið: Gerplustræti 31-37 er 3-4ra hæða íbúðarbygging með 40 íbúðum, auk bílageymslu fyrir 34 bíla og sameiginlegu tæknirými í kjallara. Húsið er hannað af Teiknistofu arkitekta, (Gylfi Guðjónsson og félagar ehf.,) nýlegt fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað í Helgafellslandi, Mosfellsbæ, með glæsilegu útsýni til suðurs og vesturs.Við hönnun og skipulag á Gerplustræti var kappkostað við að láta húsin falla vel að umhverfinu og að skapa aðlaðandi og heildstæða byggð. Hönnun húss: Húsameistari var Ólafur Hrannar Eyþórsson. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með báruáli og inn á milli veru sléttir álfletir. Svalahurðir og gluggar eru úr álklæddu timbri. Inngangshurðir íbúða eru úr timbri. Innréttingar og skápar eru frá Axis. Borðplötur eru þykkar harðplastplötur í dökkum viðarlit og fataskápar í sama viðarlit. Innihurðir eru yfirfelldar og hvítlakkaðar einnig frá Axis.
Nánari lýsing á íbúðinni: Komið er inn í íbúð af stigahúsi. Forstofa þar er góður fataskápur. Úr forstofu er opið inn í stofur sem eru mjög bjartar og rúmgóðar með útgengt út á svalir. Svalir eru einnig rúmgóðar og snúa til suðurs. Baðherbergið er fallega innréttað þar er góð snyrtiaðstaða sturta og innrétting með skáp og spegli fyrir ofan. Á baði er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Barnaherbergi er með góðum fataskápum það er nýtt í dag sem hjónaherbergi. Hjónaherbergi er einnig með góðum fataskápum en er nýtt í dag sem sjónvarpshol/vinnuaðstaða. Eigninni fylgir geymsla í kjallara ásamt bílastæði.
Um er að ræða einstaklega fallega eign í yndislegu umhverfis við Helgafell. Þar sem aðstaða fyrir barnafólk er mjög góð, ný byggður leik- og grunnskóli í nokkra metra fjarlægð.
Húsfélag: Í húsinu er virkt húsfélag. Mánaðargjald fyrir þessa íbúð er kr 19.458- innifalið inn í þeirri upphæð er allur almennur rekstur húsfélags, þrif, húseigendatrygging, hiti og rafmagn í sameign, hiti í íbúð, rektur bílakjallara og framkvæmdagjald. Ekki eru fyrirhugaðar framkvæmdir. Hússjóður stendur vel.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3.
Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30
– 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kau
Skoða allar myndir