ALLT FASTEIGNIR, Eldey Vestmannaeyjum, Goðahrauni 1 – SÍMI 481-1313 KYNNA
Kirkjubæjarbraut 11 í Vestmannaeyjum. Upplýsingar gefur Dísa Kjartansdóttir í síma 861-8901 disa@allt.is
Lýsing:
Um er að ræða ótrúlega rúmgóða, skemmtilega og mikið endurnýjaða eign við snyrtilega botnlangagötu í Vestmannaeyjum. Eignin er byggð úr steypu árið 1945 og er 208,4 fm. að stærð og skiptist þannig; aðalhæðin er 139,9 fm. þvottahús og þurrkherbergi í kjallara sem er 21,7 fm. og bílskúr sem er 46,8 fm. Þá er í risinu risastórt rými sem er nýtt sem geymsla í dag og býður uppá frábæra stækkunarmöguleika. Risið er ekki inní fm. fjölda eignarinnar í dag. Nýr gluggi er í risi til norðurs. Hluti risins er undir súð, en mjög hátt er til lofts í þessu óinnréttaða rými. Gólfplatan er steypt. Þessi hluti hússins býður auðveldlega uppá mikið og gott rými sem myndi auka verðgildi eignarinnar umtalsvert ef það yrði tekið í gegn, en þarna eru möguleikar á herbergjum, geymslum, sjónvarpsrými og hvað svo sem hverjum hentar. Skipt var um járn á þaki fyrir tveimur árum, flestir gluggar eru nýlegir, búið að skipta um gler í öðrum. Þakkassi var endurnýjaður, baðherbergið var endurnýjað og eldhúsið að hluta sem og gólfefni endurnýjuð að stærstum hluta. Búið er að skipta um skolplagnir og neyslulagnir. Þá er kominn varmaskiptir. Eignin er með 4 svefnherbergjum, allt í þessu húsi er rúmgott og býður uppá ennþá meiri rými, afar skemmtileg eign sem vert er að skoða. Sólpallur í suður með steyptu gólfi í hásuður er bara rúsínan í pylsuendanum. Hér er á ferðinni frábær valkostur fyrir þá sem vilja mikið rými fyrir hagstætt fermetraverð. Eign sem kemur ótrúlega á óvart.
Anddyri, harðparket á gólfi. Mjög stór og rúmgóður forstofuskápur með innbyggðri lýsingu.
Hol, harðparket á gólfi.
Eldhús, óvanalega rúmgott eldhús með hvítri innréttingu sem lítur vel út, einnig stórt vinnuborð með með góðum skúffum sem var nýlega sett í eldhúsið og eykur vinnuplássið til muna. Góður borðkrókur og fallegt útsýni yfir hraunið yfir sumartímann. Flísar á milli skápa. Harðparket á gólfi. Tveir gluggar.
Stofa/sjónvarpsstofa/borðstofa. Harðparket á gólfi.
Herbergi 1, hjónaherbergi. Harðparket á gólfi. Stórir skápar.
Baðherbergi, flísar á votrýmum og á hluta af baðherbergi. Upphengt salerni. Baðkar. Sturtuklefi. Hiti á baðherbergisgólfi. Flísar á gólfi. Handklæðaofn.
Herbergi 2, plastparket á gólfi.
Herbergi 3, plastparket á gólfi.
Herbergi 4, harðparket á gólfi.
Steyptur stigi niður í kjallara
Þvottahús, hlýtt og gott þvottahús, góðar snúrur. Vinnuborð og vaskur. Varmaskiptir.
Þurrkherbergi, inn af þvottahúsi. Afar hlýtt og loftar vel um, vifta. Nýr varmaskiptir hitar upp rýmið.
Bílskúr, ótrúlega rúmgóður bílskúr, góð vinnuaðstaða. Rennandi kalt vatn, hiti og rafmagn. Heitt vatn er hinum megin við vegginn í þvottahúsinu. Bílskúrshurðaropnari.
Steyptur stigi uppí ris.
Ris, risastórt rými sem býður uppá mikla möguleika ef fólk hefur áhuga. Notað sem geymsla í dag.
Lóð, mjög stór, gróin. Afgirt.
Sólpallur, steyptur sólpallur með timburskjólveggjum í hásuður.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.
Skoða allar myndir