Samanburður á eignum

Árakur, Garðabæ

Árakur 16, 210 Garðabæ
119.000.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 01.12.2020 kl 18.09

 • EV Númer: 4920778
 • Verð: 119.000.000 kr
 • Stærð: 231.9 m²
 • Baðherbergi: 2
 • Bílskúr: 1
 • Byggingarár: 2007
 • Tegund: Raðhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignasalan Borg kynnir: Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað i Akrahverfinu í Garðabæ. Eignin er skráð 231,9 fm og skiptist alrými sem rúmar stofu, borðstofu og eldhús, sjónvarpsstofu,  3 – 4 svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, geymslu og bílskúr.  Glæsilegt fjölskylduhús á þessum vinsæla stað í Garðabæ. Húsið býður uppá mikla möguleika til breytinga í samræmi við fjölskyldustærð. Auðvelt er að hafa 5 svefnherbergi í húsinu ef þarfir fjölskyldu krefjast þess. 

Nánari lýsing:
 
Neðri hæð:
Forstofa/bílskúr.   Komið er inn í stóra forstofu með góðum skápum og ljósum flísum á gólfi. Innangengt er í bílskúr frá forstofu. Bílskúrinn er með góðu hilluplássi og einfaldri innréttingu.
Herbergi/geymsla. Inn af forstofu er gengið inn í 8 fm. herbergi með fataskáp. Herbergið er skráð geymsla á teikningum en hefur verið notað sem svefnherbergi/skrifstofa.  
Baðherbergi er einnig inn af forstofu. Baðherbergið er rúmgott með sturtu. Fallegar ljósar flísar á gólfum og dökkar Fibo baðplötum á veggjum í votrými.  Eikarinrétting.    
Stofa / borðstofa eignarinnar er mjög rúmgóð.  Parket á gólfum. Útgengt er um rennihurð út á stóran timburlagðan pall og garð frá stofu.  Heitur pottur á palli og niðurgrafið trampólín á lóðinni. Pallur/garður er afgirtur, skjólgóður og snýr til sólar frá hádegi og fram til sólseturs. 
Eldhúsið er rúmgott með eikarinnréttingu. 
Hiti er í gólfum á allri neðri hæðinni með fjarstýrðu Danfoss hitastýringarkerfi.
 
Upp á efri hæð hússins liggur fallegur teppalagður stigi með gler handriði. Glæsilegur tréveggur á stigapalli með málmhillum fyrir kerti gefur hlýlegt útlit.
   
Efri hæð: 
Hjónaherbergi
 er stórt og með góðu fataherbergi og miklu skápaplássi. Úr hjónaherbergi er er útgengt á stórar SA svalir.  
Barnaherbergin á efri hæð eru 2 og eru þau bæði rúmgóð með góum skápum. Annað er 19 fm og hitt um 12 fm. 
Sjónvarpsherbergi er stórt og bjart og er þaðan útgengt á stórar NV svalir. Auðveldlega er hægt er að útbúa fimmta svefnherbergið úr þessu rými.   
Baðherbergið er glæsilegt og nýuppgert með HTH innréttingum, ljósum flísum á gólfi og hvítum á veggjum.  Parketflísar eru á bað- og sturtuvegg. Stórt baðkar og rúmgóð sturta. Gólfhiti er á baðherbergi.  
Á efri hæð er einnig þvottaherbergi með einfaldri innréttingu og gólfhita.
 
Fyrir framan húsið upphitað stórt bílaplan og yfirbyggð útigeymsla. Einnig er þar skjólsælt skot með grasi sem nýtist vel fyrir hádegi og fram eftir degi á sumrin.

Þetta er glæsileg eign á vinsælum stað í Garðabænum. Frábært barnahverfi með stutt í alla þjónustu, skóla og verslanir. 
Nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson, lögg. fasteignasali.  úlfar@fastborg.is  s. 788-9030 og Börkur Hrafnsson, lögg. fasteignasali.  borkur@fastborg.is  s. 892-4944.

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 119.000.000kr
 • Fasteignamat 95.100.000kr
 • Brunabótamat 78.920.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Raðhús
 • Bygginarár 2007
 • Stærð 231.9m2
 • Herbergi 5
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Bílskúr 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 1. desember 2020
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

27 m² 2007

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Árakur
 • Bær/Borg 210 Garðabæ
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 210
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Úlfar Þór Davíðsson
Úlfar Þór Davíðsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til söluLaus straxVið mælum með
Til söluLaus straxVið mælum með

Maríugata, Garðabæ

120.000.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 194.6

Raðhús

Hafdís Rafnsdóttir

14 klukkustundir síðan

120.000.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 194.6

Raðhús

14 klukkustundir síðan

Til sölu
Til sölu

Árakur, Garðabæ

121.000.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 231.9

Raðhús

121.000.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 231.9

Raðhús

Til sölu
Til sölu

Greniás, Garðabæ

108.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 188.8

Raðhús

108.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 188.8

Raðhús

Til sölu
Til sölu

Maríugata, Garðabæ

74.900.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 214.5

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

Finnbogi Hilmarsson

1 mánuður síðan

74.900.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 214.5

Raðhús, Raðhús á tveimur hæðum

1 mánuður síðan