Nánari lýsing: Sér inngangur, komið er í litla forstofu og þaðan er stigi upp í íbúðina. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, salerni með vask og þakglugga, baðherbergi með baðkari sturta í baðkarinu, tengi fyrir þvottavél á baði og gluggi. Rúmgott hjónaherbergi og björt stofa. Í risi er sér geymsluloft og í kjallara er sameiginlegt þvottahús, sameiginleg köld geymsla undir útitröppum. Húsið er bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara. Eignin er mjög vel staðsett í miðbænum rétt við Hallgrímskirkju.
Allar nánari upplýsingar gefur Gunnar Helgi Einarsson löggiltur fasteignasali í síma 615-6181 eða gh@miklaborg.is
Skoða allar myndir