Á vefsvæði Austurhafnar er að finna upplýsingar um um allt er viðkemur byggingu og umhverfi. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna utan blautrýma (baðherbergi og þvottahús), sem eru flísalögð. Sérsmíðaðar innréttingar úr amerískri hnotu frá ítalska handverkshúsinu Gili Creations eru í eldhúsi, baðherbergjum og fataskápum auk annarra fastra innréttinga. Kvarts borðplötur verða við eldhúsvask, en borð yfir eldhúseyju verður klætt marmaraflísum. Almennt er íbúðunum skilað með fullbúnu eldhúsi, með tækjum af vönduðustu gerð frá Miele og Liebherr. Spansuðuhelluborð, vifta í helluborði, ofn, innbyggð uppþvottavél, ísskápur, vaskur og blöndunartæki. Snjallheimiliskerfi er í öllum íbúðum, sem gerir íbúum kleift a stýra lýsingu heimilisins, hitastigi, gluggatjöldum, sjónvarpi o.fl.
Íbúð 211 er á annarri hæð og fylgir henni eitt bílastæði í aðgangsstýrðri bílageymslu. íbúðin nýtur útsýnis til miðbæjar. Íbúðin er skráð 97,8 fm og til viðbótar er 9,1 fm geymsla. Komið er inn í rúmgóða forstofu með fataskápum. Inn af forstofu er gestasnyrting og aðgangur að þvottahúsi. Gengið er inn í alrými með stóru eldhúsi með eldunareyju. Útgengt er á 9,9 fm svalir sem snúa í suður. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, annað með fataherbergi og sér baðherbergi m. sturtu.