Samanburður á eignum

Ásabyggð, Flúðum

Ásabyggð 27, 846 Flúðum
22.500.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 14.01.2021 kl 11.08

 • EV Númer: 5040426
 • Verð: 22.500.000 kr
 • Stærð: 65.8 m²
 • Svefnherbergi 3
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Sumarhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallegt sumarhús í landi Ásabyggðar á Flúðum tengt köldu og heitu vatni. Húsið er í raun tvö hús þ.e. eitt minna (gestahús) um 15 fm að stærð og annað 51 fm með skála á milli húsa sem tengir þau saman. Alls eru því þrjú svefnrými og tvö baðherbergi, annað þeirra með sturtu. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir svæðið má byggja allt að 110 fm hús ásamt aukahúsi á lóð, því ættu að vera góðir stækkunarmöguleikar fyrir þá sem áhuga hafa á því.

Ásabyggð er eitt skemmtilegasta sumarhúsahverfið á Flúðum.  Það er staðsett skammt norðan við mesta þéttbýlið og stutt er að sækja í þjónustu verslana ásamt því sem að stutt er í ýmsar náttúruperlur suðurlands.  Ekki má gleyma golfvellinum á Flúðum og gömlu lauginni Secret Lagoon.

Húsið er á 2156 fm leigulóð sem er í eigu Hrunamannahrepps en lóðarleiga er um 70 þúsund á ári.  Lóðin er mjög falleg með stórum grasbletti og fallegum gróðri í kring. Góð aðkoma að húsi og nægt pláss fyrir t.d ferðavagna, tjöld o.þ.h.

Nánari lýsing:

Svefnherbergi:  í stærra húsinu eru tvö herbergi, eitt kojuherbergi og annað þar sem er tvíbreitt rúm.

Eldhús / stofa: Í opnu rúmgóðu rými með parket á gólfi.  Hvítbæsuð eldhúsinnrétting, nægt skápapláss.

Skáli: Skilur að stærra hús við það minna.  Parket á gólfi og mjög bjart rými með þakplasti.  Ofn er í þessu rými.

Gestahús: Innangengt frá skála.  Þar er snyrting.  Eldhúsaðstaða með þvottavél og lítið skot fyrir rúm.  Parket á gólfi

Góður pallur við húsið sem nýtur kvöldsólar og þar er heitur pottur einnig.  Eins og áður sagði er mikill grasblettur þar fyrir framan tilvalin sem leiksvæði barna.  Vel staðsett hús á fjölskylduvænum stað.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 22.500.000kr
 • Fasteignamat 19.100.000kr
 • Brunabótamat 26.120.000kr
 • Tegund Sumarhús
 • Stærð 65.8m2
 • Herbergi 4
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 14. janúar 2021
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Sér stæði

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Ásabyggð
 • Svæði: Suðurland
 • Póstnúmer 846
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Jón Rafn Valdimarsson
Jón Rafn Valdimarsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar