Ásgerði 8 á Reyðarfirði er 3ja íbúða hús, kjallari og 2 hæðir, byggt 1967.
Húsið hefur verið klætt að utan, þak lagfært og svölum lokað.
Þá voru stétt og útitröppur einnig flísalagðar og hitalögn sett þar í.
Í þessari íbúð hafa núverandi eigendur gert ýmsar haganlegar breytingar sem auka notagildi íbúðarinnar.
Þvottahús er á hæðinni og þar hefur verið útbúið drjúgt geymslupláss.
Fataherbergi hefur verið stúkað af í hjónaherbergi.
Stigapallur var framlengdur og útbúinn sjónvarpskrókur.
Svefnherbergin eru 3, öll ágætlega rúmgóð en án fastra skápa (fataherbergi í hjónaherbergi).
Eldhúsinnrétting er upprunaleg en tæki nýleg.
Stigagangur hefur verið flísalagður og sett nýtt handrið og sérsmíðuð ljós.
Lítið fataherbergi hefur verið útbúið á stigapalli, fyrir því er rennihurð sem einnig er hægt að nota til að loka naðgengi að stiganum.
Gangur inni í íbúðinni er breiður.
Á baðherbergi er baðkar með sturtutækjum, gólf og veggir baðherbergis er flísalagt.
Stofan er í meðallagi stór og lítil sólstofa/lokaðar svalir við hlið hennar.
Lítil sameiginleg geymsla er í kjallara.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.