Húsið er á 4575 fm leigulóð með samningi til ársins 2043 sem er framlengjanlegur eftir þann tíma. Leiga er ca. 100 þús á ári en leigusali skefur vegi þegar þurfa þykir.
Húsið skiptist í forstofugang þar sem er aðgangur að tveimur mjög rúmgóðum svefnherbergjum. Baðherbergi með sturtuklefa og skápainnréttingu undir handlaug. Stór stofa með kamínu, opið eldhús með fallegri innréttingu. Frá stofu er útgengt á stóra viðarverönd sem er með heitum potti með skjólgirðingu. Samkvæmt teikningu má byggja aukalega 9 fm gestahús.
Á svæðinu eru aðeins 9 lóðir og 7 bústaðir byggðir. Lítið notalegt svæði með aðgengi að mörgum náttúruperlum og alla þá þjónustu sem í boði er í Húsafelli.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Skoða allar myndir