Staðsteypt iðnaðar- og eða geymsluhúsnæði við Vesturbakka 6, Þorlákshöfn. Um er að ræða bil með matshlutanúmer 0103 en það er með 4,3 metra hárri Innkeyrsluhurð, 4,0 m breið. Bilið er u.þ.b. 18m djúpt og 6,30 m á breidd en alls eru fimm bil í þessari lengju. Milliveggir verða steyptir og er því tiltölulega einfalt fyrir kaupanda að setja milliloft eftir kaup, en til þess þarf leyfi sveitarfélags. Eignin verður afhent í júní 2021.
Mænishæð er 6,24m sem gefur möguleika á góðu millilofti í hvert bil fyrir sig. Gert er ráð fyrir frárennslislögnum fyrir salerni og kaffistofu Sameiginlegt tæknirými er fyrir heildareignina. Gönguhurð út úr bakhlið og gluggar með neyðarútgangi fyrir hugsalegt milliloft.
Gert er ráð fyrir 3ja fasa rafmagni í töflu. Heitt og kalt neysluvatn er komið.
Sér rafmagnsmælir er fyrir hvert bil. Lóð verður frágengin og malbikuð að framan og mölborin við gafla og aftan við hús.
Bilin afhendast fullfrágengin að utan með aluzink bárujárnsklæðningu. Að innan afhendast bilin slípuð, grunnuð og máluð. Engir milliveggir verða settir upp og er bilið því eitt rými. Þak er gert úr yleiningum/samlokueiningar borið upp með límtrésásum. Gluggar og hurðir verða úr tré og málaðir
Vatnsofnar verða til kyndingar. Endanleg skil miðast við byggingarstig 7 þ.e. fullgerð bygging.
Mjög góð staðsetning skammt frá höfninni.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Skoða allar myndir