Komið er inn í parketlagt hol með fataskáp. Eldhúsið er til vinstri úr holi og er það parketlagt og með snyrtilegri nýlegri innréttingu og borðaðstöðu, gott útsýni til norðurs (Esjan) frá eldhúsi. Svefnherbergi er parketlagt og með góðum fataskápum. Búið að endurnýja glugga og gler á norðurhlið hússins. Baðherbergið er flísalagt og með innréttingu, handklæðaofn og baðkari (tengt fyrir þvottavél). Stofan er parketlögð og björt og með útgengi á góðar suðursvalir.
Hús og sameign í góðu ásigkomulagi. Búið að skipta um allar hurðir inní íbúðir (brunavarnahurðir). Búið að endurnýja glugga og gler á norðurhlið hússins
Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Sameign er snyrtileg.
Nánari upplýsingar veitir: Páll Þórólfsson löggiltur fasteignasali í síma 893-9929 eða pall@miklaborg.is
Skoða allar myndir