Nánari lýsing:
Komið er inn í rúmgott hol/miðrými þaðan sem gengið er til annarra rýma íbúðarinnar. Stofan er rúmgóð með málað gólf: Eldhúsið er með dúkaflísum á gólfi, snyrtilegri innréttingu með opnum efri skápum og góðum borðkrók. Svefnherbergin eru tvö, bæði með máluðum gólfum og annað þeirra mjög rúmgott. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með upphengdu salerni og baðkari. í kjallara er 1,4 fm geymsla sem er inn í fermetratölu eignarinnar. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara.
Skipt var um þak á húsinu árið 2000 og kvistir settir í.
Góð eign á Grettisgötu þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og iðandi mannlíf miðbæjarins.
Allar nánari upplýsingar gefur: Gunnar S. Jónsson löggiltur fasteignasali í síma 899-5856 eða gunnar@miklaborg.is
Skoða allar myndir