Nánari lýsing: Gistiheimili hefur verið rekið í húsnæðinu um árabil og er á þremur hæðum. Í kjallara eru 7 herbergi og eru sum þeirra stór og geta hentað hópum enda með kojum. Í kjallara er auk þess stórt eldhús, matsalur og setustofa. Á jarðhæð er móttaka og eldhús auk veitingasalar. Á 2. hæð eru 11 rúmgóð herbergi og eru sum þeirra með baðherbergjum en annars eru sturtur og baðherbergi til hliðar við herbergi á gangi. Suðursvalir eru á hæðinni. Á 3ju hæð eru 12 herbergi og að öðru leyti er sama skipulag og á 2. hæðinni. Alls tilheyra gistiheimili 30 herbergi á þremur hæðum. Íbúðir eru í sama húsi og er innangengt úr gistiheimili yfir í stigagang þar sem inngangur er í íbúðirnar. Aðkoma í íbúðir er líka bæði í gegnum sér inngang á vesturhlið hússins og í gegnum stigagang á vesturhliðinni. Stærðir íbúða eru eftirfarandi:
0102 52,8 ferm. 0103 49,5 ferm. 0104 54,6 ferm. 0105 48,8 ferm. 0106 71,2 ferm. 0107 53,2 ferm.
0108 54,8 ferm. 0202 113,4 ferm. 0302 17,7 ferm.
Eignirnar standa á mjög stórri lóð með nóg af bílastæðum. Mjög áhugavert tækifæri steinsnar frá Háskólanum í Reykjavík.
Kaupanda er kunnugt um að seljandi er þrotabú og getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því kaupanda á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Skoða allar myndir