Húsið er byggt árið 1979, má segja að norskri fyrirmynd með torf ofan á þaki (bárujárn undir). Komið er inn í forstofu með aðgang að baðherbergi þar sem er sturta. Stofa og eldhús í stóru opnu rými og útgengt út á viðarverönd. Tvö svefnherbergi eru í húsinu eitt þeirra rúmar tvíbreitt rúm en hitt með kojum.
Áhaldageymsla tengd húsi með sérinngang.
Lóðin er að mestu skógi vaxinn en lítill grasblettur þar sem börnin geta leikið sér er skammt frá húsi og þar er lítil geymsla eða skúr.
Tilvalinn eign fyrir þá sem leita að kyrrlátu svæði og njóta þess að vera umvafinn skjólgóðum gróðri og fuglasöng.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn lögg. fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Skoða allar myndir