Nánari lýsing:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Frá forstofunni er gengið inn í parketlagt hol þaðan sem gengið er til eldhús, stofu og upp stiga á aðra hæð hússins. Stofan er rúmgóð með viðarfjölum á golfi. Eldhúsið er með snyrtilegri hvítri innréttingu og viðarfjölum á gólfi og þaðan er gengið inn í svefnherbergi. Á annarri hæðinni er miðrými, svefnherbergi og baðherbergi. Baðherbergið er dúklagt með sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Um er að ræða eign með mikla möguleika í hjarta miðbæjarins þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og iðandi mannlíf.
Allar nánari upplýsingar gefur: Gunnar S. Jónsson löggiltur fasteignasali síma 899-5856 eða gunnar@miklaborg.is
Skoða allar myndir