Samanburður á eignum

Lindasmári, Kópavogi

Lindasmári 38, 201 Kópavogi
96.900.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 07.02.2021 kl 10.42

 • EV Númer: 5204990
 • Verð: 96.900.000 kr
 • Stærð: 186.6 m²
 • Svefnherbergi 4
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Raðhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallegt 186,6 m², raðhús (keðjuhús), 5 herbergi. Eftirsótt staðsetning.Virkilega fallegt, bjart og vel skipulagt 186,6 m2 raðhús á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum og innbyggðum bílskúr með sérlega rúmgóðu hellulögðu bílastæði og aflokuðum garði ásamt suðursvölum yfir bílskúrnum.

Eignin telur forstofu, 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, 2 baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, bílskúr og geymslu. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 155,4 m2 auk 31,2 m2 bílskúrs. Samtals 186,6 m2.   Stór hluti efri hæðar er undir súð og telst hluti þeirra fm ekki til flatarmál eignar.
 
Nánari lýsing.
Forstofan er með flísalögðu gólfi og þreföldum fataskáp með efri skápum. Inn af forstofu er flísalagt hol.
Eldhúsið er með fallegri viðar innréttingu með góðu skápaplássi og kvartssteinsborðplötu. Í innréttingu er ísskápur, uppþvottavél, bakaraofn og helluborð. Flísalagt gólf og flísalagt er á milli efri og neðri eldhússkápa.
Þvottahús með flísalögðu gólfi er inn af eldhúsi, með hillum og vaski.
Stofa-borðstofa með flísalögðu gólfi að hluta og parketi að hluta. Útgengi er út á nýlegan, stóran aflokað timburpall. Garður afmarkaður með hekki, sjávargrjóti og gönguhellum.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og þrískiptum skáp með efri skápum.
Salerni á neðri hæð með flísalögðu gólfi og veggir flísalagðir, baðkar og sér lokaður sturtuklefi.    Innrétting með vaski ofan á og spegli með lýsingu fyrir ofan. Handklæðaofn og upphengt salerni.
Bílskúrinn er innbyggður með rafstýrðri bílskúrshurð, gönguhurð, borði og vaski og geymsla er inn af bílskúrnum.
 
Efri hæð. Parketlagður stigi með eikarhandriði.
Sjónvarpshol parketlagt og gengið er út úr sjónvarpsholi á svalirnar yfir bílskúrnum.
Barnaherbergin eru þrjú með parketlögðu gólfi og fataskápur í tveimur þeirra. 
Baðherbergi með dúklögðu gólfi og veggjum, lítil innrétting með vaski og sér lokaður sturtuklefi. 
 

Bílaplanið er hellulagt með snjóbræðslu. Stæði fyrir tvo bíla og sérsteypt lokuð sorpgeymsla. Í hverfinu eru göngu og hjólastígar og í næsta nágrenni eru fallegar gönguleiðir m.a í kringum Kópavogsdalinn. Í næsta nágrenni er grunnskóli, leikskóli, líkamsræktarstöð og íþróttasvæðið Fífan. Stutt er í þjónustukjarnana Smáralind og Smáratorg.

Allar nánari upplýsingar gefur Anton Karlsson lögg. fasteignasali í síma 771 8601  eða  anton@miklaborg.is

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 96.900.000kr
 • Fasteignamat 76.100.000kr
 • Brunabótamat 55.400.000kr
 • Tegund Raðhús
 • Stærð 186.6m2
 • Herbergi 5
 • Svefnherbergi 4
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 7. febrúar 2021
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Bílskúr/Bílskýli/Annað

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Lindasmári
 • Bær/Borg 201 Kópavogi
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 201
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Anton Karlsson
Anton Karlsson

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar