Nánari lýsing: Komið er inn í litla forstofu sem er sameiginleg með risi. Gengið inn í lítinn gang sem leiðir inn í aðrar vistarverur íbúðar. Rúmgott eldgús með eldri innréttingum. Góðir skápar á gangi. Lítið svefnherbergi á hægri hönd ásamt baðherbergi með baðkari. Stórar samliggjandi stofur með gluggum á þrjá vegu. Auðvelt að stúka af annað svefnherbergi í norðurenda stofu.
Gengið niður í sameiginlegt þvottahús með geymsluskáp íbúðar um þröngan stiga. Einnig gengt í þvottahús um kjallarainngang. Bílskúr er stór og góð geymsla inn af honum. Gluggar á suðurhlið. Þá er lítill óeinangraður skúr áfastur bílskúr. Bílastæði fyrir 2-3 bíla framan við bílskúr fylgir íbúðinni.
Gólfefni: Plastparket.
Húsið er forskalað timburhús. Að sögn eiganda hafa allir gluggar íbúðar verið endurnýjaðir og dren og frárennsli voru endurnýjuð nýlega. Húsið gekk í gengum mikla endurnýjun um 1980. Opnað var milli stofanna. Rafmagn var endurnýjað og íbúð panelklædd innan og gófefni sett. Endureinangrað var þá milli íbúðar og efri hlæðar. Kominn er tími á að kíkja á ytra byrði húss. Járn á þaki húss og bílskúrs er orðið lúið.
Allar nánari upplýsingar gefur Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is eða Ólafur Finnbogason lögg. fasts.
Skoða allar myndir