*EIGNIN ER SELD OG ER I FJÁRMÖGNUNARFERLI*
STAKFELL 535-1000 kynnir í einkasölu: Falleg og björt, 3ja herbergja íbúð með sér inngang af svölum á 2. hæð í lyftuhúsi innst í botnlanga, á góðum stað í Kópavogi. Íbúðin skiptist í anddyri, alrými með stofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahúsi. Rúmgóðar, yfirbyggðar svalir til suðausturs. Sér stæði í bílakjallara og geymsla í sameign. Íbúðin er laus til afhendingar eftir samkomulagi
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is.
Nánari lýsing: 91,1 fm. íbúð við Hlynsali 5-7, Kópavogi. Íbúðin er skráð 84,1 fm. og geymsla 7,0, samtals 91,1 fm. Sér stæði í bílakjallara.
Gengið er inn af svalagangi í flísalagt, aflokað anddyri með góðu skápaplássi. Úr anddyri er gengið inn í alrými sem tengir öll rými íbúðar. Svefnherbergi með góðu skápaplássi er á hægri hönd þegar komið er í alrými. Eldhúsið er með dökkri innrétting og borðplötu. Stofa er opin og björt og með útgengt á 11,3 fm suðaustur svalir. Úr alrými er gengið inn á gang með hjónaherbergi einnig með góðu skápaplássi, flísalagt þvottahúsi með plássi fyrir þvottavél og þurrkara og baðherbergi. Baðherbergi er með viðarlitaðri innréttingu og efri skáp, baðkari og sturtu og flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum. Íbúðin er öll parketlögð, fyrir utan baðherbergi, þvottahús og anddyri.
Um er að ræða flotta eign í fjölskylduvænu hverfi, þar sem stutt er í alla þjónustu. leikskóla, grunnskóla, sundlaug og líkamsrækt, samgöngur og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða matthildur@stakfell.is.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.500 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.