Nánari lýsing:
Gengið er inn í íbúð af stigapalli á þriðju hæð (efstu) inn á gang með fataskáp og ljósum flísum á gólfi. Svefnherbergi eru þrjú, öll með viðarlituðum fataskápum og ljósum flísum á gólfum. Þvottahús er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, bekkplötu og vask. Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, baðkari með sturtuaðstöðu, hvítri vaskainnréttingu og viðarlituðum efri skápum. Stofa/ eldhús eru í björtu skemmtilegu rými, með hvítum flísum á gólfi. Gengið er út á hellulagðar svalir úr stofu sem skarta glæsilegu útsýni yfir Höfuðborgina og út á haf. Eldhús er með L laga, viðarlitaðri innréttingu með sambyggðri eldavél með helluborði. Flísar eru á milli efri og neðri skápa. Í kjallara er 12,7fm sérgeymsla. Bílskúr er 27fm. Með fjarstýrðri innkeyrsluhurð, flísum á gólfi og vask. Vel skipulögð eign í snyrtilegu fjölbýli.
Nánari upplýsingar veitir Ingi Þór Lögg. Fasteigna&skipasali. 698-4450/ingi@miklaborg.is
Skoða allar myndir