Samanburður á eignum

Dalhús, Grafarvogi, Reykjavík

Dalhús, Grafarvogi 21 (201), 112 Reykjavík
57.900.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 12.03.2021 kl 10.05

 • EV Númer: 5340064
 • Verð: 57.900.000 kr
 • Stærð: 126.3 m²
 • Svefnherbergi 3
 • Baðherbergi: 2
 • Tegund: Hæð
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Miklaborg og Jórunn lögg.fasteignasali kynna í einkasölu: Dalhús 21 Grafarvogi, endaíbúð á 2.hæð ásamt risi í litlu fjölbýli. Íbúðin er mjög vel skipulögð þar sem rýmið nýtist vel. Hæðin skipar forstofu, snyrting, eldhús, þvottahús og glæsilegar stofur með útgengt út á suðursvalir. Stigi á milli hæð er fallegur viðarstigi. Efri hæð skipar 3. svefnherbergi, hol og baðherbergi með glugga ásamt há-risi. Íbúðinni fylgir 2. merkt stæði á plani. Hólageymsla á fyrstu hæð í sameign. Um er að ræða mjög fallega eign á góðum stað innan hverfis. Skóli í nokkra metra fjarlægð ásamt íþróttamannvirki. Íbúð sem hentar mjög vel fjölskyldufólki. Afhending samkomulag. Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Húsið: Um er að ræða staðsteypt hús sem er lítið fjölbýli með 6. íbúðum á frábærum stað innan hverfis. 

Nánari lýsing á eigninni: Komið er að íbúð á annarri hæð sér innaf svölum. Íbúðin er 4ra herbergja og vel skipulögð þar sem fermetrar nýtast vel. Komið er inn forstofu. Úr forstofu er gengið inn í þvottahús/ geymslu með glugga. Úr forstofu er komið inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur neðri hæðar. Snyrting. Eldhús sem er innréttað í ljósum lit með U laga innréttingu og borðkrók við gluggann. Stofur, alrýmið er einstaklega falleg með útskoti fyrir plöntur. Úr stofu er útgengt út á rúmgóðar suð-vestur svalir. Í holi er viðar stigi á milli hæða sem er haganlega fyrir komið og tekur ekki mikið pláss.

2.hæð: Þegar komið er upp er rúmgott hjónaherbergi með góðum fataskápum. Baðherbergi sem er mjög rúmgott og með góðri snyrtiaðstöðu, bæði baðkar og sturta. Baðherbergið er flísalagt með ljósum flísum en þær eru farnar að losna í kringum baðkarið. Góð innréttingum í kringum vaskinn með spegli yfir ofan. Barnaherbergin eru tvö, annað þeirra er rúmbetra með tveimur gluggum en bæði herbergin eru með skápum.  Úr holi er aðgengi að stigi upp í há-risið en þar er gluggi og mikið pláss til búa sér til aðstöðu fyrir áhugamál.

Bílastæði: 2 merkt bílastæði á plani fylgir eigninni.

Um er einstaklega vel skipulagða íbúð sem nýtist vel fjölskyldufólki. Öll aðstaða fyrir börn í nokkra metra fjarlægð, eins og skóli, leiksskóli, sundlaug, íþróttamannvirki og fl.

Hverfið: Grafarvogur er gróið hverfi og eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. Falleg strandlengjan með voginum, kallar á fjöruferðir og útivist. Grunnskólar Grafarvogs eru átta talsins og framhaldsskóli svæðisins er Borgarholtsskóli. Í Grafarvogi eru mörg útivistasvæði og fjölbreytt. T.d., Úlfarsfell, rafarvogslaug, Egilshöll er ýmis afþreying, bíó, tónleikar og líkamsrækt. Listir og menningu má sækja í gamla mjólkurbúið við Korpúlfstaði. Allt til staðar innan hverfis. Fjölskylduvænt hverfi.

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is,

 

 

 

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 57.900.000kr
 • Fasteignamat 50.950.000kr
 • Brunabótamat 37.900.000kr
 • Tegund Hæð
 • Stærð 126.3m2
 • Herbergi 5
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 2
 • Baðherbergi 2
 • Inngangur Serinngangur
 • Skráð á vef: 12. mars 2021
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Fylgieiningar

Title Tegund Verð Herbergi Baðherb. Stærð Byggingarár

Sér stæði

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Dalhús, Grafarvogi
 • Bær/Borg 112 Reykjavík
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 112
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Jórunn Skúladóttir
Jórunn Skúladóttir
845 8958845 8958

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar