Húsið: Á lóðinni Grýtubakka 18-32, stendur eitt þriggja hæða steinsteypt hús með kjallara og köldu þakrými. Hlutdeild í lóð fylgir eignum í sama hlutfalli og eignarhlutfall þeirra í heildareign. Lóðin er 7337 fm leigulóð. Á lóð er gert fráð fyrir 60 bílastæðum sem eru í sameign allra. Hver íbúð á sér rafmagnsmæli. Rafmagn í sameign skiptist eftir hlutdeild í húsi.
Nánari upplýsingar um eignina: Birt flatarmál er 89,2 fm. íbúðin er 70,1 fm á 1.hæð ásamt 8,8 fm geymslu í kjallara, samtala 78,9 fm. Komin er inn um sameiginlegan stigagang. Á fyrstu hæð til vinstri er íbúðin, sem hefur verið endurnýjuð mikið. Komið er inn í hol sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðar. Hjónaherbergið er rúmgott og þar eru upprunalegir skápar, ásamt nýjum skápum sem geta fylgt. Barnaherbergið er með nýjum skápum sem geta einnig fylgt. Eldhúsið er mjög fallega innréttað opið inn í stofur. Eldhúsið er með endurnýjaðri innréttingu og með eyju. Eldhúsið er opið inn í stofur. Baðherbergið sem er rúmgott og flísalagt að hluta með dökkum flísum. Á baði er tengi fyrir þvottavél. Í holi er bæði forstofu skápur og skápur beint á móti baðherbergi. Um er að ræða einstaklega fallega íbúð sem hefur verið gert mikið fyrir. Hentar vel fjölskyldufólki.
Húsfélagið: Í húsinu er starfrækt virkt húsfélag. Ekki eru fyrirhugaðar framkvæmdir.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita Jórunn löggiltur fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is,
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% fyrstu kaup / 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar eru mismunandi eftir lánastofnunum frá kr 30 – 81 þúsund. 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Skoða allar myndir