Samanburður á eignum

Austurvegur, Seyðisfirði

Austurvegur 51, 710 Seyðisfirði
TILBOÐ ÓSKAST

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 14.11.2021 kl 08.58

 • EV Númer: 5484565
 • Stærð: 210 m²
 • Byggingarár: 1909
 • Tegund: Einbýlishús, Einbýlishús á þremur hæðum
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Lindin fasteignir s. 893-1319 og Þórdís Pála Reynisdóttir löggiltur fasteignasali thordis@lindinfasteignir.is kynna:
Austurvegur 51, Seyðisfirði
Fallegt einbýlishús frá 1909 sem er í endurgerð að öllu leiti. Húsið er gert upp í samvinnu við Húsafriðunarnefnd.
Allt burðarvirki í húsinu hefur verið yfirfarið og styrkt og endurnýjað þar sem þörf var á.
Gluggar í kjallara og í risi hafa verið endurgerðir í upphaflegu útliti.
Gólf hússins eru ný, dúkur á hæð. Nýtt gólf hefur verið steypt í kjallaranum og gólfhiti settur.
Dren er undir kjallaragólfinu til að varna að flæði inn í hann þar sem slíkar aðstæður geta skapast á lóðinni. Dælubrunnur í kjallara. Kjallari er frekar hrár, nýjir gluggar.
Styrking hefur verið sett undir mitt húsið. Húsið hefur verið einangrað að innan. Raflagnir endurnýjaðar og vatnlagnir í húsi endurnýjað, nýr brunnur í lóð.
Bárujárn á þaki er í ágætu ástandi þarfnast málningar. Húsið klætt nýju bárujárni vor 2021, gluggaskraut og frágangur kringum glugga er ekki tilbúið.
Búið er að drena í kring um húsið og sökkull hefur verið steyptur innan og utan við kjallaraveggina.
Allir milliveggir á miðhæð og stigi milli hæða hefur verið endurgert.
Á miðhæðinni eru eldhús/stofa 1 herbergi og snyrting og er sú hæð orðin íbúðarhæf.
Á efstu hæðinni eru möguleikar fyrir nýja eigendur að skipuleggja eftir vild, þar verða herbergi og baðherbergi, sú hæð verður ekki kláruð að svo stöddu.
Það á eftir að fara í lagnagrindina og setja upp nýja ofna. Það á edtir að setja gluggaskraut og skraut í stafna.
Glugga á fyrstu hæð á eftir að setja í upprunalegt horf. Risið er tilbúið undir tréverk og einangrun
Húsið er á góðri leið með að endurheimta sinn gamla glæsileika og verður mikil bæjarprýði.
Lóðin er ófrágengin.
Húsið verður laust janúar 2022

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati en 0.4% fyrir fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. Lögaðilar greiða 1.6% af fasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi, umboði o.fl. 2.000 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 48.980 kr. m.vsk.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 0kr
 • Fasteignamat 15.850.000kr
 • Brunabótamat 48.700.000kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Einbýlishús á þremur hæðum
 • Bygginarár 1909
 • Stærð 210m2
 • Herbergi 4
 • Inngangur Margir-inngangar
 • Hæðir í húsi 3
 • Íbúð er á hæð 3
 • Skráð á vef: 14. nóvember 2021
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Aðrir eiginleikar

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Austurvegur
 • Bær/Borg 710 Seyðisfirði
 • Svæði: Austurland
 • Póstnúmer 710
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Þórdís Pála Reynisdóttir
Þórdís Pála Reynisdóttir

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Hidden
 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Öldugata, Seyðisfirði

35.000.000 kr

Herbergi: 3 Baðh.: 1m²: 233.2

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

Ævar Dungal

3 mánuðir síðan

35.000.000 kr

Herbergi: 3 Baðh.: 1m²: 233.2

Einbýlishús, Einbýlishús á tveimur hæðum

3 mánuðir síðan