Samanburður á eignum

Fossatunga, Mosfellsbæ

Fossatunga 32, 270 Mosfellsbæ
63.900.000 kr

Grunnupplýsingar

Uppfært þann 01.12.2021 kl 14.43

 • EV Númer: 5545010
 • Verð: 63.900.000 kr
 • Stærð: 121.6 m²
 • Svefnherbergi 3
 • Baðherbergi: 2
 • Byggingarár: 2021
 • Tegund: Parhús
 • Tegund: Til sölu

Lýsing

Fasteignasala Mosfellsbæjar s. 586 8080 kynnir 121,6 m2 parhús á einni hæð innarlega í botnlanga við Fossatungu 32 í Mosfellsbæ.  Húsið skilast tilbúið til innréttinga að innan, en fullklárað að utan með grófjafnaðri lóð í febrúar 2022.  Sjá nánar í skilalýsingu.
Samkvæmt teikningu skiptist eignin í þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, anddyri og eldhús, stofu og borðstofu í opnu rými. Gott skipulag. Mikil lofthæð. Gólfhiti. Gólfsíðir gluggar og útgengi úr stofu út á baklóð.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent
Húsið er reist úr forsteyptum einingum frá BM Vallá sem einnig sér um að reisa húsið. Veðurkápa 7cm, einangrun 10cm og burðarveggir 15cm. Viðarklæðning verður í innskoti framan og aftan við húsið. Sökklar forsteyptir skv. Smellinn einingakerfi. C25 steypa í botnplötu, gólfhiti beint í steypta botnplötu. 

Verð kr. 63.900.000,-

Skilalýsing Fossatunga 32
Almennt
Um er að ræða einnar hæðar parhús úr forsteyptum einingum frá BM Vallá, staðsett innarlega í botnlanga að Fossatungu 32 í Leirvogstungu, Mosfellsbæ. Eignin er 121,6 fm sem samkvæmt teikningum og skráningartöflu skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi með sturtu, þvottahús og eldhús/borðstofu/stofu í opnu rými. Möguleiki er á að breyta öðru baðherberginu í geymslu og/eða sameina stærra baðherbergið og þvottahúsið.
Gluggi í hjónaherbergi er gólfsíður og sama gildir um rennihurð í stofu þar sem útgengt er út á verönd. Gólfhiti er í húsinu. Bílastæði eru fyrir framan húsið. Húsinu er skilað á byggingarstigi 3 samkvæmt ÍST 51:2021 (nýi staðallinn) byggingarstaðli, þ.e. fullgerð bygging að utan og tilbúin til innréttingar.
Frágangur að utan
Sökklar
BM Vallá sér um uppsetningu sökkla en þeir eru forsteyptir skv. stöðluðum lausnum Smellinn eininga. Hæð sökkla er áætluð 0,86m á hæð mælt frá yfirborði botnplötu og undir staðsteyptan fót sem steyptur er undir forsteypta hluta sökkulveggja (hæð forsteypts burðarhluta sökkuls 0,6m).
Útveggir
Reisning og frágangur útveggja er á vegum BM Vallá. Útveggjaeiningar eru 32cm, samlokueiningar með völun en hluti með stálmótaáferð, að utanverðu, veðurkápa 7cm, einangrun 10cm og burðarveggur 15cm, sumstaðar er burðarveggur þykktur eða þynntur og einangrun að sama skapi til að koma fyrir þykkingum í steypu og nauðsynlegri járnbendingu ef þörf krefur.
Botnplata
C25 steypa er í botnplötu. Gert er ráð fyrir að uppbygging verði þannig að gólfhiti komi beint í steypta botnplötu og ekki komi nein ílögn fyrir utan þunna “jöfnunarflotun” þar ofan á. BM Vallá sér um að einangra ofan á fyllingu og koma fyrir járnagrind í botnplötu.
Þakvirki
BM Vallá sá um hönnun þakvirkis. Þak er almennt upptekið og byggt með 220mm sperrum. Þakið er tvílektað, bæði fyrir sperrubil og álklæðningu á þaki. Þak er klætt með báruálsklæðningu frá LímtréVírnet í litnum RAL7016. Þak er einangrað með 220mm steinull með vindpappa. Rakavörn kemur neðan á sperrur og rafmagnsgrind þar fyrir neðan.
Þakkantur
Þak er sperruþak með halla að framhlið en þar kemur lítill þakkantur með innfelldri rennu.
Útveggjaklæðning
Viðarklæðning verður í innskoti framan og aftan við húsið.
Gluggar og hurðir
Gluggar og hurðir eru frá GK gluggum. Karmar eru úr furu, hurðir úr pine. Fög úr Límtré. Innfelldar brautarlamir og -læsingar með næturopnun í fögum. Assa skrár og lamir í hurðum. Gler í glugga og hurðar er frá Íspan.
Lóð
Lóð skal skilað grófjafnaðri í hæð ca 20cm undir endanlegu jarðvegsyfirborði. Lóð er skilað án sorpgeymslu.
Frágangur að innan
Burðarveggir og léttir innveggir
BM Vallá sér um reisningu burðarveggja/steyptra innveggja sem áætlað er að steypa í þykktinni 15cm. Léttir innveggir eru úr 70mm blikkgrind, 70mm steinull og tvöfaldri klæðningu beggja vegna (2x13mm gifs eða osb+gifs). Veggflötum innanhúss er skilað spörtluðum og grunnuðum, fullfrágengnum undir málningu.
Loft eru tekin niður yfir baði og þvottahúsi. Loftaklæðningar eru spartlaðar og grunnaðar.
Lagnir Fráveitulagnir innanhúss eru fullgerðar og frágengnar frá niðurföllum. Neysluvatnslagnir eru tengdar við stofninntak, fullgerðar og frágengnar að tækjum. Gas- og loftlagnir ásamt hita- og loftræsikerfi er skilað fullfrágengnu. Frágangur raf- og boðlagna er samkvæmt ÍST 51:2021 byggingarstaðli um byggingarstig 3.
Byggingaraðili áskilur sér rétt til að gera útlits-, efnis- og tæknilegar breytingar á byggingartímanum. Ef um slíkar breytingar er að ræða, skal byggingaraðili leitast við að halda sambærilegum gæðum byggingarhluta og íhluta. Vísað er til hönnunargagna (m.a. byggingarnefndarteikninga) varðandi nákvæmar útfærslur á atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni. Auglýsingaefni og 3C teikningar eingöngu til hliðsjónar. Komi upp vafamál og/eða misræmi eru samþykktar teikningar gildandi. Almennt miðast skil hússins við vandaðan frágang og viðurkennd skil á íbúðarhúsnæði.

Skoða allar myndir
Reikna verðtryggt jafngreiðslulán.
Sett fram myndrænt
 • Verð 63.900.000kr
 • Fasteignamat 47.600.000kr
 • Brunabótamat 0kr
 • Áhvílandi 0kr
 • Tegund Parhús
 • Bygginarár 2021
 • Stærð 121.6m2
 • Herbergi 4
 • Svefnherbergi 3
 • Stofur 1
 • Baðherbergi 2
 • Eldhús 1
 • Inngangur Serinngangur
 • Rafmagn Nyjar
 • Hæðir í húsi 1
 • Íbúð er á hæð 1
 • Skráð á vef: 1. desember 2021
 • Skoða Landeignaskra
 • Skoða Fasteignaskrá

Staðsetning og fleira

 • Heimilisfang Fossatunga
 • Bær/Borg 270 Mosfellsbæ
 • Svæði: Höfuðborgarsvæðið
 • Póstnúmer 270
 • Land: Iceland

Hafðu samband

Svanþór Einarsson
Svanþór Einarsson
Facebook

Fá upplýsingar um þessa eign

 • Hidden
 • Óþarfi er að taka fram heiti fasteignar og hlekk í skilaboðum

Flettingar

Sambærilegar eignir

Til sölu
Til sölu

Fossatunga, Mosfellsbæ

84.800.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 30.5

Parhús

84.800.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 30.5

Parhús

Til sölu
Til sölu

Fossatunga, Mosfellsbæ

84.800.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 30.5

Parhús

84.800.000 kr

Herbergi: 4 Baðherb.: 2m²: 30.5

Parhús

Til sölu
Til sölu

Fossatunga, Mosfellsbæ

109.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 173.2

Parhús

Óskar H Bjarnasen

4 vikur síðan

109.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 173.2

Parhús

4 vikur síðan

Til sölu
Til sölu

Fossatunga, Mosfellsbæ

89.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 173.2

Parhús

Óskar H Bjarnasen

2 vikur síðan

89.900.000 kr

Herbergi: 3 Baðherb.: 2m²: 173.2

Parhús

2 vikur síðan